Ný atvinnusókn og bætt lífskjör

Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson. mbl.is/Árni Sæberg

Samtök atvinnulífsins telja þá leið vænlegasta frá núverandi stöðnun í hagkerfinu, að fjárfestingar og útflutningur aukist og þannig skapist atvinna í bráð og lengd. Slík leið sé líklegri til árangurs en tímabundinn vöxtur byggður á aukinni einkaneyslu eða hallarekstri ríkissjóðs. 

„Um áramótin voru 13.972 án atvinnu, og fjöldi þeirra sem hefur verið án atvinnu í 6 mánuði eða lengur fer vaxandi. Þetta er algjörlega ólíðandi ástand og gegn því vilja SA berjast með því að ná samstöðu aðila á vinnumarkaði og stjórnvalda um nýja atvinnusókn og bætt lífskjör," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á vef samtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert