Í viljayfirlýsingu, sem íslensk stjórnvöld sendu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í tengslum við fjórðu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og sjóðsins nú í janúar, segir að fastlega sé gert ráð fyrir því að Alþingi staðfesti Icesave-samkomulagið, sem gert var í desember.
Í skýrslu um íslensk efnahagsmál, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag, er Icesave-samkomulaginu fangað. Segir þar að um sé að ræða tímamót í endurreisn Íslands.
Samkvæmt samkomulaginu verði ríkisfjármál Íslands sjálfbær og skuldir hins opinbera ættu að geta lækkað hratt. Þá ætti samkomulagið einnig að auka tiltrú fjármálamarkaða á Íslandi.
Viljayfirlýsing íslenskra stjórnvalda
Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins