Tveimur rýnifundum lauk í dag

Tveimur rýnifundum Íslendinga og ESB lauk í Brussel í dag.
Tveimur rýnifundum Íslendinga og ESB lauk í Brussel í dag. Reuters

Tveimur rýnifundum vegna viðræðna Íslands við Evrópusambandið (ESB) lauk í Brussel í dag, að sögn utanríkisráðuneytisins. Annars vegar var það rýnifundur um rannsóknir og vísindi og hins vegar um mennta- og menningarmál.

„Rýnifundi um 25. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, rannsóknir og vísindi, lauk í Brussel í dag. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla,“ segir m.a. á vef ráðuneytisins.

Um mennta- og menningarmálafundinn segir á heimasíðunni m.a.: 

Rýnifundi um 26. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, mennta- og menningarmál, lauk í Brussel í dag. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla.

Fyrir íslenska hópnum í þessum viðræðum fór Harald Aspelund, formaður samningahóps um EES II málefni.

Heimasíða utanríkisráðuneytisins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert