Vinstri-græn í Reykjavík og Samfylkingarfélagið í Reykjavík verða með sameiginlegan fund á morgun um fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, ávarpa fundinn.
Þetta er fyrsti fundurinn sem þessi tvö félög standa að sameiginlega og er hann öllum opinn. Yfirskrift fundarins er: Fiskurinn í þjóðareign.
Stjórnir félaganna hafa beint því til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að framfylgja hið fyrsta fyrirheitum í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi.
Ræðumenn verða þau Finnbogi Vikar, laganemi og fulltrúi í starfshópi um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða og Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags fiskframleiðenda og útflytjenda. Þau er bæði andvíg svokallaðri samningsleið sem starfshópurinn mælti með.
Fundurinn fer fram á Grand Hótel í Reykjavík og hefst kl. 13:30 á morgun.