100 krónur dugðu ekki

„Til 14. janú­ar næst­kom­andi biðjum við ykk­ur að sýna sveigj­an­leika varðandi staðgreiðslu­gjald ung­menna.“ Svo seg­ir í bréfi sem var sent úr þjón­ustu­veri Strætó bs. til allra vagn­stjóra 3. janú­ar síðastliðinn.

Mbl.is, greindi frá því í gær að níu ára göml­um dreng hefði verið vísað út úr strætó á Hverf­is­göt­unni á fimmtu­dags­morg­un­inn vegna þess að hann var aðeins með 100 krón­ur á sér, en far­gjöld fyr­ir börn hækkuðu ný­lega úr 100 kr. í 350 kr.

Sam­kvæmt of­an­greindu bréfi rann sveigj­an­leik­inn út í gær, föstu­dag, og var því dreng­ur­inn inn­an aðlög­un­ar­tím­ans með sinn hundraðkall. Jafn­framt seg­ir í bréf­inu til vagn­stjór­anna að fram til 14. janú­ar eigi þeir að lofa ung­menn­um að greiða með 100 kr. og af­henda þeim miða um leið þar sem gjald­skrár­breyt­ing­in er kynnt fyr­ir for­eldr­um og for­ráðamönn­um þeirra. Litið sé á þetta sem ákveðinn aðlög­un­ar­tíma.

Átti að sýna sveigj­an­leika

„Við vit­um ekki hvað gerðist í þessu til­tekna máli. Það kann­ast eng­inn vagn­stjóri af þeim sem voru á vakt á þess­um tíma við að hafa lent í þessu en hafi þetta gerst hefði hann átt að sýna sveigj­an­leika. Það var talað um að aðlög­un væri fram und­ir miðjan mánuðinn,“ seg­ir Reyn­ir.

„Vagn­stjór­arn­ir verða að meta hversu sveigj­an­leg­ir þeir vilja vera og meta aðstæður. Vagn­stjór­ar fengu miða sem þeir eiga að af­henda börn­un­um þegar þau koma með hundraðkall­inn og skól­arn­ir eru bún­ir að vera í gangi í svo­lít­inn tíma og þar hafa pla­köt um hækkuð far­gjöld hangið uppi svo flest­ir ættu að vera meðvitaðir um hækk­un­ina. Vagn­stjór­um hef­ur verið uppálagt að sýna sveigj­an­leika og kannski í ljósi þessa kjós­um við að fram­lengja það eitt­hvað en það verður þá sent út eft­ir helg­ina.“

Reyn­ir seg­ir að þeir séu bún­ir að rann­saka þetta til­tekna mál sem kom upp á fimmtu­dag­inn og ekk­ert hafi komi upp á yf­ir­borðið um að þetta hafi verið ein­læg­ur ásetn­ing­ur vagn­stjóra. „Það er búið hafa sam­band við for­eldra drengs­ins og bæta úr þessu máli og það eru all­ir sátt­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert