Einsýnt að fleiri verði yfirheyrðir

Sigurjón Þ. Árnason á leið í yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara.
Sigurjón Þ. Árnason á leið í yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara.

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi Landsbankastjóri, og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta bankans, voru yfirheyrðir hjá sérstökum saksóknara í gær. Þeir voru báðir úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir rannsókn málsins ganga vel. Segir hann að vegna þess hve viðamikið málið er sé einsýnt að fleiri verði kallaðir í yfirheyrslur vegna þess. Hann vill þó ekki gefa upp hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir fleirum að sinni. Kveður hann of snemmt að segja til um hvort ákærur verði gefnar út í málinu.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að verjandi Ívars situr einnig í skilanefnd Kaupþings en kveður það ekki hafa áhrif á verjandastörf sín í málinu. Báðir gæsluvarðhaldsúrskurðirnir hafa verið kærðir til Hæstaréttar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert