Flughálka á Reykjanesbraut

Frá Reykjanesbraut
Frá Reykjanesbraut mbl.is/RAX

Vega­gerðin var­ar við flug­hálku á Reykja­nes­braut. Unnið er við sölt­un. Á Suður­landi eru hálku­blett­ir frá Sel­fossi og aust­ur að Markarfljóti. Á  Vest­ur­landi er víða nokk­ur hálka en snjóþekja eða krap á fá­ein­um veg­um.

Það er snjóþekja, krap eða hálka á flest­um veg­um á Vest­fjörðum. Þæf­ings­færð er þó á Þrösk­uld­um og Stein­gríms­fjarðar­heiði, og skafrenn­ing­ur. Á Norður­landi er hálka á flest­um leiðum en þæf­ings­færð er fyr­ir Vatns­nes. Élja­gang­ur er í Ljósa­vats­skarði og á
Hófa­sk­arðsleið.

Hálka er á flest­um veg­um á Aust­ur­landi en þæf­ing­ur er á Vopna­fjarðar­heiði og Vatns­skarð eystra ófært. Veg­ir á Suðaust­ur­landi eru hins veg­ar auðir.

Ábend­ing­ar veður­fræðings
Mjög víða á lág­lendi hafa veg­ir náð að blotna  og vind­ur á land­inu verður hæg­ur áfram.  Staðbundið mun létta til og þá fryst­ir við veg með kvöld­inu og vara­söm ís­ing get­ur mynd­ast.  Einkum á þetta við á veg­um norðan­lands og sums staðar á Vest­ur­landi, en  einnig á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­nesj­um og fyr­ir aust­an fjall.

Fylg­ist með þjón­ustu


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert