Vegagerðin varar við flughálku á Reykjanesbraut. Unnið er við söltun. Á Suðurlandi eru hálkublettir frá Selfossi og austur að Markarfljóti. Á Vesturlandi er víða nokkur hálka en snjóþekja eða krap á fáeinum vegum.
Það er snjóþekja, krap eða hálka á flestum vegum á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er þó á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði, og skafrenningur. Á Norðurlandi er hálka á flestum leiðum en þæfingsfærð er fyrir Vatnsnes. Éljagangur er í Ljósavatsskarði og á
Hófaskarðsleið.
Hálka er á flestum vegum á Austurlandi en þæfingur er á Vopnafjarðarheiði og Vatnsskarð eystra ófært. Vegir á Suðausturlandi eru hins vegar auðir.
Ábendingar veðurfræðings
Mjög víða á láglendi hafa vegir náð að blotna og vindur á landinu verður hægur áfram. Staðbundið mun létta til og þá frystir við veg með kvöldinu og varasöm ísing getur myndast. Einkum á þetta við á vegum norðanlands og sums staðar á Vesturlandi, en einnig á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og fyrir austan fjall.