Hafnarfjörður varð af 93 milljónum króna

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. www.mats.is

Mistök við útgáfu byggingarleyfis kosta Hafnarfjarðarbæ tugi milljóna króna, þar sem þrotabú verktakafyrirtækis þarf ekki að greiða bænum vangoldin bílastæðagjöld.

Láðist bænum að semja um greiðslu gatnagerðargjalda og bílastæðagjalda, áður en byggingarleyfi fyrir framkvæmdum við Tjarnarvelli 11 var gefið út, þó svo reyndar sé gerð krafa um það í skipulags- og byggingarlögum.

Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Kom þar fram að kostnaður sveitarfélagsins vegna bílastæðanna sem það útbjó séu ríflega 36 milljónir króna. Auk þess hafi hin vangoldnu gjöld sem bærinn gerði kröfu til í þrotabúið, numið 57 milljónum króna.

Það var Héraðsdómur Reykjanes sem komst að þeirri niðurstöðu að Hafnarfjarðarbær skyldi ekki að fá hin meintu vangoldnu gjöld greidd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert