Komust áfram í söngvakeppni

Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið Ástin mín eina, eftir Arnar …
Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið Ástin mín eina, eftir Arnar Ástráðsson. mbl.is/Eggert

Lögin Ástin mín eina og Ef ég hefði vængi komust áfram í undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins 2011 í kvöld. Þau taka því þátt í úrslitakeppninni sem haldin verður 12. febrúar. Sigurlagið í keppninni verður framlag Íslendinga í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í Þýskalandi í maí.

Fyrsta umferð af þremur í söngvakeppni Sjónvarpsins 2011 fór fram í kvöld. Þar voru flutt fimm lög. Ástin mín eina, eftir Arnar Ástráðsson í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur. Ef ég hefði vængi, eftir Harald Reynisson og flutti hann lagið. Elísabet, eftir Pétur Örn Guðmundsson sem flutti lagið. Huldumey, eftir Ragnar Hermannsson og Önnu Þóru Jónsdóttur í flutningi Hönnu Guðnýjar Hitchon og Lagið þitt, eftir Ingva Þór Kormáksson í flutningi Bödda og JJ Soul Band. 

Haraldur Reynisson, betur þekktur sem Halli Reynis, flutti lag sitt …
Haraldur Reynisson, betur þekktur sem Halli Reynis, flutti lag sitt Ef ég hefði vængi. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert