Níu á félagsfundi VG í Skagafirði

Fundarmenn lýstu stuðningi við Jón Bjarnason og Ásmund Einar Daðason.
Fundarmenn lýstu stuðningi við Jón Bjarnason og Ásmund Einar Daðason. mbl.is/Ómar

Aðeins mættu níu manns á félagsfund svæðisfélags VG í Skagafirði sem haldinn var á skemmtistaðnum Mælifelli í gær, auk frummælenda.

Litlu fleiri mættu á almennan fund sem haldinn var í kjölfarið eða 11-12 manns, að sögn Úlfars Sveinssonar, fundarstjóra og varaformanns svæðisfélagsins.

Á annað hundrað manns eru í svæðisfélaginu. Úlfar sagði að skýringin á slakri mætingu væri sú að Skagfirðingar hefðu lítinn áhuga á að hlusta á það sem Árni Þór Sigurðsson hefði fram að færa. Fundarmenn hefðu á hinn bóginn lýst stuðningi við Jón Bjarnason og Ásmund Einar Daðason.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert