Spánverjar kaupa Vífilfell

Coca-Cola á Spáni kaupir Vífilfell sem tappar drykknum á flöskur …
Coca-Cola á Spáni kaupir Vífilfell sem tappar drykknum á flöskur hér. Reuters

Coca-Cola á Spáni hefur gengið frá kaupum á Vífilfelli, sem framleiðir Coca-Cola hér á landi, að sögn fréttastofu Stöðvar 2.  Kaupverðið gengur upp í skuldir félaga í eigu Þorsteins M. Jónssonar við Arion banka.  Þær munu nema um tíu milljörðum króna.

Stöð 2 segir að með þessu fái bankinn kröfur sínar gagnvart Þorsteini og fyrirtækjum hans greiddar að fullu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka