Alvarleg líkamsárás var framin við skemmtistaðinn Players í Kópavogi um klukkan þrjú í nótt. Karlmaður var laminn og þegar hann féll í götuna var farið að sparka í höfuð hanns. Maðurinn er nú á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarlega höfuðáverka og er í lífshættu, að sögn lögreglunnar.
Einn er í haldi vegna málsins og verður hann yfirheyrður síðar í dag, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar.
Í gærkvöld handtók lögreglan mann sem hafði brotist inn í íbúðarhús í Austurborginni en nágranni hafi gert lögreglu viðvart um grunsamlegar mannaferðir í húsinu. Lögreglan lagði hald á muni sem fundust í fórum þess sem var handtekinn og eru taldir vera þýfi.
Tveimur skemmtistöðum var lokað í nótt í miðborginni þar sem fjöldi gesta var langt umfram það sem þeir hafa samkvæmt útgefnum leyfum.
Innbrot var svo framið laust fyrir klukkan 06:30 í morgun í austurborginni. Húsráðandi vaknaði við mannaferðir í íbúðinni. Þegar hann fór að athuga hverskyns væri var þjófurinn í óða önn að taka til muni sem hann hugðist eflaust taka á brott með sér. Húsráðandinn kallaði lögreglu til og lét fjarlægj þjófinn af heimilinu. Þjófurinn verður yfirheyrður í dag vegna málsins.