Eftirlit með þorrablótum

Lögreglan á Hvolsvelli ætlar að hafa sérstakt eftirlit með ölvunarakstri …
Lögreglan á Hvolsvelli ætlar að hafa sérstakt eftirlit með ölvunarakstri í tengslum við þorrablót á næstunni. Lögreglan á Hvolsvelli

„Nú er þorrinn að hefjast og mikið um þorrablót í sveitum.  Að venju verður lögreglan með sérstakt eftirlit við þessar skemmtanir,“ segir í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli.  Hún bendir á hve mikið ábyrgðarleysi það sé að setjast undir stýri eftir að hafa neytt áfengis.

„Hvetjum við alla að sameinast um að enginn aki ölvaður og sérstaklega að vera á varðbergi í tengslum við þorrablótin. Gott er að vera búinn að skipuleggja hvernig farið er á skemmtanirnar og hvernig komast megi á öruggan hátt heim að þeim loknum.“   

Sex ökumenn voru stöðvaðir í síðustu viku vegna of hraðs aksturs. Vikan var frekar róleg hjá lögreglunni á Hvolsvelli.  Engin umferðaróhöpp voru tilkynnt í vikunni þrátt fyrir að veður hafi verið slæmt og nokkuð mikil hálka. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert