Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í kvöld úrskurðaður í farbann til 25. janúar. Að sögn Friðjóns Friðjónssonar, lögmanns Halldórs, mótmælti Halldór ekki úrskurðinum.
„Það kom fram krafa um farbann og það var fallist á hana enda stóð aldrei annað til en að Halldór væri hér jafnlengi og embætti sérstaks saksóknara teldi nauðsynlegt,“ sagði Friðjón.
Skýrslutökur yfir Halldóri stóðu yfir til klukkan hálf-átta í kvöld. Friðjón segir ekkert ákveðið um hvenær þeim verði haldið áfram. ,,Við búumst við því að embætti sérstaks saksóknara verði í sambandi við okkur."