Keðjusöngur við stjórnarráðshúsið

Björk og Ómar sýndu tilþrif á karaókmaraþoni í Norræna húsinu …
Björk og Ómar sýndu tilþrif á karaókmaraþoni í Norræna húsinu sem efnt var til vegna undirskriftasöfnunarinnar. mbl.is/Ernir

Áskor­un nær 50.000 Íslend­inga um end­ur­heimt orku­auðlind­anna verður af­hent stjórn­völd­um und­ir keðju­söng sem hefst fyr­ir utan Stjórn­ar­ráðið á mánu­dag klukk­an tíu! Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Orku­auðlind­um.
 
Aðstand­end­ur und­ir­skrifta­söfn­un­ar á vefn­um orku­audlind­ir.is eru boðaðir til fund­ar við for­svars­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar klukk­an tíu í fyrra­málið áður en þing­fund­ur hefst. Þar munu þeir ræða um áskor­un til stjórn­valda um að vinda ofan af einka­væðingu helstu orku­fyr­ir­tækja lands­ins og að láta hið bráðasta fara fram þjóðar­at­kvæðagreiðslu um eign­ar­hald og nýt­ingu orku­auðlind­anna.
 
„Aðstand­end­ur und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar munu þá af­henda stjórn­völd­um nær fimm­tíu þúsund und­ir­skrift­ir sem safn­ast hafa og biðja nú alla sem bera hag lands og þjóðar fyr­ir brjósti, og geta fengið sig lausa klukk­an tíu á mánu­dags­morgni, að mæta fyr­ir fram­an Stjórn­ar­ráðshúsið við Lækj­ar­götu og láta rödd sína hljóma.
 
Syngj­um stjórn­völd­um áskor­un með keðju­söng sem berst um land allt! 
 
Sá ég spóa suður´ í flóa,
Syng­ur lóa út´í móa:
,,Bí, bí, bí, bí.”
Vorið er komið víst á ný.
 
Með von um sam­still­ingu!“ Á þeim orðum end­ar til­kynn­ing aðstand­enda und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar.
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert