Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að fjárskuldbindingar almennings verði leiðréttar með tilliti til afleiðinga bankahrunsins fyrir rúmum tveimur árum. Þá er fólk hvatt til að mótmæla ástandinu í landinu og stjórnarfari þess. Ályktum þessa efnis var samþykkt á almennum félagsfundi samtakanna í gær.
Ályktunin í heild sinni hljóðar svo:
„Fundurinn krefst þess að
fjárskuldbindingar almennings verði leiðréttar fyrir
afleiðingum banka og gjaldeyrishruns 2008.
Staða
lántaka verði þannig jöfnuð gagnvart
innstæðueigendum sem fengu hlut sinn fyrirhafnarlaust
bættan með ákvörðun stjórnvalda.
Nauðungarsölur og afborganir lána verði tafarlaust
stöðvaðar og ekki heimilaðar að nýju fyrir en
hlutur lántaka hefur verið réttur.
Þá hvetur fundurinn alla til að mæta á
Austurvöll eða á torgum byggðarlaga sinna
mánudaginn 17. janúar 2011 kl. 16:30 til að tjá
hug sinn gagnvart stjórnarfarinu og ástandinu í
landinu.“