Siglingastofnun segir, að Landeyjahöfn sé siglingahæf hvað dýpi varðar, eins og verið hafi frá því síðla í nóvember.
Fram kemur á vef stofnunarinnar, að lóðsinn frá Vestmannaeyjum mældi dýpi í Landeyjahöfn á föstudag eins og gert sé eftir óveður. Samkvæmt þeim mælingum sé höfnin siglingahæf hvað dýpi varðar, eins og verið hafi frá því síðla í nóvember.
Dregið hafi úr sandburði frá því efnisburður olli vandræðum í haust. Veður sem áður fylltu innsiglingu af sandi virðist nú hafa minni áhrif.