Skýrslutökur að hefjast hjá sérstökum saksóknara

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar

Skýrslu­tök­ur vegna ætlaðrar markaðsmis­notk­un­ar Lands­bank­ans eru um það bil að hefjast hjá sér­stök­um sak­sókn­ara. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is verður Hall­dór J. Kristjáns­son, sem áður var banka­stjóri Lands­bank­ans ásamt Sig­ur­jóni Þ. Árna­syni, meðal þeirra sem yf­ir­heyrðir verða í dag. Mun hann koma til skýrslu­töku eft­ir há­degi.

Ólaf­ur Þór Hauks­son, sér­stak­ur sak­sókn­ari, og starfslið hans hef­ur unnið sleitu­lítið und­an­farna daga og hef­ur Ólaf­ur sagt að rann­sókn­inni miði vel áfram. Hann seg­ir að lítið sé hægt að gefa upp gang máls­ins. „Við get­um ofsa­lega lítið sagt á þessu stigi máls­ins, það er bara þannig.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert