Um 90% af kríuungum drápust úr hungri

Freydís Vigfúsdóttir vill að Íslendingar hætti að taka egg frá …
Freydís Vigfúsdóttir vill að Íslendingar hætti að taka egg frá kríu.

Rann­sókn Frey­dís­ar Vig­fús­dótt­ur, líf­fræðings og doktorsnema, sýn­ir að um 90% af kríu­ung­um í stóru kríu­vörp­un­um á Snæ­fellsnesi sem reiða sig al­gjör­lega á sandsíli kom­ast aldrei á legg held­ur drep­ast í hreiðrinu.

Í um­fjöll­un um rann­sókn­ina í Morg­un­blaðinu í dag vill Frey­dís að Íslend­ing­ar hætti að taka egg frá kríu, veiða lunda og ann­an svart­fugl.

„Græn­land er eini staður­inn sem er með sam­bæri­leg kríu­vörp og á Íslandi og rann­sókn­ir þar hafa leitt í ljós að eggja­taka á varpstöðum hef­ur lagt mjög mikið til stofn­hruns­ins sem þar hef­ur átt sér stað. Mætt­um við Íslend­ing­ar al­veg hugsa um það þegar við erum að japla á kríu­eggj­um,“ seg­ir hún.

Um 20-30% af öll­um krí­um í heim­in­um verpa á Íslandi og um 70% af öll­um álk­um og Frey­dís seg­ir að Íslend­ing­ar hafi ekki sinnt skyldu sinni við að vakta þess­ar teg­und­ir.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert