Formaður segir sig úr VG

Karólína Ein­ars­dótt­ir, formaður Vinstri grænna í Kópa­vogi, hef­ur sagt sig úr VG og frá öll­um trúnaðar­störf­um sem hún hef­ur gengt inn­an eða á veg­um flokks­ins. Þetta kem­ur fram í bréfi sem hún hef­ur sent fram­kvæmda­stýru VG. Þar seg­ir m.a. að flokk­ur­inn logi í ill­deil­um.

Þá seg­ir Karólína að ákvörðun for­ystu VG að standa ekki við stefnu flokks­ins í veiga­mikl­um mál­um hafi haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar. 

Þá kveðst hún sann­færð um að hvorki muni verði hægt að ná sátt­um í VG né að flokks­for­yst­an muni vinna eft­ir stefnu hans.

Bréf Karólínu er svohljóðandi:

„Í nokk­urn tíma hef­ur flokk­ur­inn að mínu mati verið að frá­hverf­ast hug­mynda­fræðinni sem hann var stofnaður um. Sú ákvörðun flokks­for­ust­unn­ar að standa ekki við stefnu flokks­ins í veiga­mikl­um mál­um hef­ur haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar, bæði skaðað flokk­inn og gert vinstri stefn­una ótrú­verðug­lega. Í nær tvö ár hef­ur flokk­ur­inn verið klof­inn í af­stöðu til margra mála eins og t.d. ESB, sam­starfið við AGS, IceS­a­ve, Magma og nú síðast fjár­mála­frum­varpið. Lítið sem ekk­ert hef­ur verið gert til að reyna að miðla mál­um af al­vöru og er svo komið að fólk hef­ur safn­ast í fylk­ing­ar og gert mál­efna­leg­an ágrein­ing að presónu­leg­um. Þau vinnu­brögð sem eru viðhöfð í flokkn­um eru held­ur ekki lík­leg til að skapa traust né sætti milli fólks.

Flokk­ur­inn log­ar í ill­deil­um og ég er orðin sann­færð um að hvorki verði hægt að ná fram sátt­um í flokkn­um né að flokks­for­yst­an muni vinna eft­ir stefnu flokks­ins. Eft­ir mikla þan­ka­hríð um þessa stöðu flokks­ins hef ég ákveðið að hætta í flokkn­um, sem ég hef starfað í nær óslitið frá stofn­un hans. Ég hef ekki leng­ur sann­fær­ingu fyr­ir þess­um flokki sem öfl­ugs mál­svara vinstri stefn­unn­ar. Flokk­ur sem ein­kenn­ist af tor­tryggni, blekk­ing­um og ill­deil­um er held­ur ekki lík­leg­ur til að vinna að já­kvæðum og þörf­um þjóðfé­lags­breyt­ing­um.

Ég mun að sjálf­sögðu ekki segja skilið við hug­mynda­fræðina og mun berj­ast fyr­ir henni á öðrum vett­vangi. Ég hvet alla VG liða sem misst hafa trú á flokkn­um að segja skilið við hann og finna nýj­an vett­vang fyr­ir bar­átt­una. Mun betra er að nýta ork­una til að berj­ast út á við í stað þess að sóa henni í ei­líf­ar inn­an­húss­deil­ur VG.“
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert