Greiðsluaðlögun felld úr gildi vegna vanskila

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur að kröfu Íslands­banka fellt úr gildi tíma­bundna greiðsluaðlög­un, sem kona fékk í des­em­ber 2009 vegna fast­eigna­veðkrafna á íbúð sinni. Kon­an gekkst und­ir að greiða til­tekna upp­hæð mánaðarlega í 5 ár en lenti í van­skil­um eft­ir að hún missti vinn­una. 

Bank­inn höfðaði mál sl. haust til að fá greiðsluaðlög­un­ina ógilta á þeirri for­sendu, að kon­an hefði ekki staðið skil á um­sömd­um greiðslum.

Kon­an féllst ekki á að um væri að ræða veru­leg van­skil. Þá taldi hún að horfa bæri til þess af hvaða ástæðum van­skil­in stöfuðu.  Henni hefði verið sagt upp störf­um lok nóv­em­ber 2009 með þriggja mánaða upp­sagn­ar­fresti og frá þeim tíma hefðu tekj­ur henn­ar verið hverf­andi.

Kon­an vísaði einnig til þess, að hún ætti ágæta von um fjár­muni þar sem hún hefði höfðað mál gegn fyrr­um vinnu­veit­enda og fleir­um til heimtu skaða- og miska­bóta vegna upp­sagn­ar henn­ar. Einnig sé í mál­inu gerð krafa um van­gold­in laun.

Héraðsdóm­ur sagði hins veg­ar al­gjör­lega óvíst hver niðurstaða þess máls verði. Féllst dóm­ur­inn á að veru­leg van­skil hefði orðið á samn­ingn­um og einnig var upp­lýst að kon­an stund­ar ekki launaða vinnu held­ur þigg­ur náms­lán.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert