Kyrrsetningin stendur

mbl.is/Ómar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Lárusar Welding um að kyrrsetningargerðir verði felldar úr gildi hér á landi til tryggingar 6 milljarða króna skaðabótakröfu Glitnis banka á hendur þeim og fleirum.

Þá er Jóni og Lárusi gert að greiða Glitni 500.000 í málskostnað hvor. Lögmaður Lárusar segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. Líklegt sé að málinu verði áfrýjað.

Þá hafnaði héraðsdómur frávísunarkröfu Magnúsar Arnars Arngrímssonar, sem er jafnframt gert að greiða Glitni 60.000 kr. í málskostnað.

Næsta fyrirtaka í málinu fer fram 10. febrúar, en lögmaður stefnanda óskaði eftir fresti til framlagningar gagna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert