Kyrrsetningin stendur

mbl.is/Ómar

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur hafnað kröfu Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar og Lárus­ar Weld­ing um að kyrr­setn­ing­ar­gerðir verði felld­ar úr gildi hér á landi til trygg­ing­ar 6 millj­arða króna skaðabóta­kröfu Glitn­is banka á hend­ur þeim og fleir­um.

Þá er Jóni og Lár­usi gert að greiða Glitni 500.000 í máls­kostnað hvor. Lögmaður Lárus­ar seg­ir niður­stöðuna hafa komið sér á óvart. Lík­legt sé að mál­inu verði áfrýjað.

Þá hafnaði héraðsdóm­ur frá­vís­un­ar­kröfu Magnús­ar Arn­ars Arn­gríms­son­ar, sem er jafn­framt gert að greiða Glitni 60.000 kr. í máls­kostnað.

Næsta fyr­ir­taka í mál­inu fer fram 10. fe­brú­ar, en lögmaður stefn­anda óskaði eft­ir fresti til fram­lagn­ing­ar gagna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert