Siglingastofnun segir, að útlit sé fyrir mikla ölduhæð við suðurströnd landsins sem muni hamla siglingum í Landeyjahöfn.
Segir Siglingastofnun að aldan hafi snúist í suðvestanátt og dýptarmæling á laugardag sýni, að farið sé að grynnka utan við hafnarmynnið vestanmegin, einkum vestan við innsiglingarrennuna.
Um leið og aldan gengur niður verður dýpkunarskipið Perlan til taks eins og áður.