Mikil ölduhæð í Landeyjahöfn

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn. mbl.is/RAX

Siglingastofnun segir, að útlit sé fyrir mikla ölduhæð við suðurströnd landsins sem muni hamla siglingum í Landeyjahöfn.

Segir Siglingastofnun að aldan hafi snúist í suðvestanátt og dýptarmæling á laugardag sýni, að farið sé að grynnka utan við hafnarmynnið vestanmegin, einkum vestan við innsiglingarrennuna.

Um leið og aldan gengur niður verður dýpkunarskipið Perlan til taks eins og áður.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert