Össur: Mjög umdeilanleg aðferð

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag spurði Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, utanríkisráðherra um viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við fréttum af breska flugumanninum og undirróðursmanninum Mark Kennedy sem starfaði með samtökunum Saving Iceland.

Mörður sagðist eiga erfitt með að trúa því að um samstarf íslensku og bresku lögreglunnar hefði verið að ræða. „Það er óþolandi að bandamenn okkar séu með flugumenn í íslenskum samtökum,“ sagði Mörður.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, svaraði því til að ekki yrði gripið til sérstakra viðbragða fyrr en niðurstöður rannsóknar innanríkisráðherra lægju fyrir. „Hins vegar get ég lýst því yfir sem minni skoðun að þetta er mjög umdeilanleg aðferð sem þarna er beitt,“ sagði Össur.

„Eins og ég skil þetta, þá er þarna um að ræða forvirkar rannsóknir, sem íslensk lögregla hefur ekki heimild til þess að stunda,“ sagði Össur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert