Óvenju margir í gæsluvarðhaldi

Tveggja manna klefi á Litla Hrauni.
Tveggja manna klefi á Litla Hrauni. Morgunblaðið/Júlíus

Allir fangaklefar Fangelsismálastofnunnar eru setnir og nokkrir yfirsetnir um þessar mundir. Óvenju margir eru einnig í gæsluvarðhaldi eða 24 einstaklingar og ekki pláss fyrir þá alla á Litla-Hrauni. Er því brugðið á það ráð að vista menn í fangaklefum lögreglunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun hafa þó fleiri setið í gæsluvarðhaldi á sama tíma, eða allt að þrjátíu einstaklingar. Og þó svo fullsetið sé í klefum, og sumir hverjir tvísetnir, hafa menn þar á bæ ekki teljandi áhyggjur af því að geta ekki vistað fleiri, ef þörf krefur.

Meðal þeirra sem eru í haldi má nefna fjóra karlmenn sem játað hafa aðild að skotárás á hús við Ásgarð í Reykjavík upp úr hádegi aðfangadags. Einnig eru í haldi tveir fyrrverandi yfirmenn hjá Landsbankanum og kona sem grunuð er um íkveikju í Hafnarfirði.

Þá bættust fjórir einstaklingar við í gær. Tveir karlmenn sem handteknir voru eftir innbrot í Mosfellsbæ og karlmaður og kona sem grunuð eru um aðild að fólskulegri líkamsárás í Kópavogi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert