Standi við sátt um samningaleið

Frá sameiginlegum fundi Vinstri-grænna og Samfylkingarfélagsins í Reykjavík á Grand …
Frá sameiginlegum fundi Vinstri-grænna og Samfylkingarfélagsins í Reykjavík á Grand hótel. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér finnst alls ekki boðlegt ef stjórnarflokkarnir ætla ekki að standa við þá sátt sem þeir gerðu í endurskoðunarnefnd um fiskveiðar.“

Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, um ályktun Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og Félags Vinstri grænna í Reykjavík um fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag segir Vilhjálmur sátt hafa náðst um að fara samningaleið og þessi ályktun félaganna virki á hann sem ákveðið moldviðri sem breiða eigi yfir óeiningu innan stjórnarflokkanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert