Þingmenn hafi ekki afskipti af bönkunum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðustóli.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðustóli. mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag, að þannig væri búið um hnút­ana að ekki væri ætl­ast til að þing­menn væru með ein­um og öðrum hætti að hafa af­skipti af bönk­un­um.

Nokkr­ar umræður urðu á Alþingi um svar, sem Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, fékk frá fjár­málaráðherra um sölu Lands­bank­ans á fyr­ir­tækj­um. Í svar­inu eru veitt­ar upp­lýs­ing­ar, sem gefn­ar voru í frétta­til­kynn­ingu á sín­um tíma og síðan seg­ir, að NBI hf.–Lands­bank­inn telji sér al­mennt ekki skylt að svara fyr­ir­spurn­um alþing­is­manna um önn­ur mál­efni en þau sem telj­ast op­in­ber.

„Í stuttu máli er svarið svona: Þing­heimi kem­ur þetta ekki við," sagði Guðlaug­ur Þór. 

Jó­hanna sagði, að sett­ar hefðu verið eft­ir­lits­nefnd­ir banka­sýsla og slita­stjórn­ir til að hafa eft­ir­lit með bönk­un­um. Þá minnti hún á, að Davíð Odds­son hefði þegar hann var for­sæt­is­ráðherra, látið Stefán Má Stef­áns­son, vinna mikla skýrslu um einka­væðingu. Þar hafi komið fram að þing­menn ættu eng­an rétt á að fá upp­lýs­ing­ar inn­an úr einka­vædd­um fyr­ir­tækj­um.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði gríðarlega mik­il­vægt að for­sæt­is­ráðherra hefði lent í al­gerri mót­sögn við sjálfa sig. Hún hefði lýst því yfir í svari við fyr­ir­spurn til sín fyrr í dag, að allt ferlið varðandi sölu á fyr­ir­tækj­um yrði að vera opið og gagn­sætt.

 „Hún seg­ir núna ít­rekað að það sé eng­ar upp­lýs­ing­ar að fá um þessi mál, þetta séu trúnaðar­upp­lýs­ing­ar inn­an úr bönk­un­um og allt sé þetta Davíð Odds­syni að kenna. Get­ur ekki virðuleg­ur for­seti (Alþing­is) beitt sér fyr­ir því, að vald Davíðs Odds­son­ar yfir rík­is­stjórn­inni minnki, því for­sæt­is­ráðherra hef­ur margoft lýst því yfir að hana langi til að gera svo margt en alltaf kem­ur Davíð Odds­son og stopp­ar það," sagði Sig­mund­ur Davíð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert