Verjandi situr í eftirlitsnefnd

Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta hjá Landsbankanum var úrskurðaður …
Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta hjá Landsbankanum var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. janúar. mbl.is/RAX

Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í skilanefnd Kaupþings og er verjandi Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin viðskipta hjá Landsbankanum, situr samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í undirnefnd skilanefndar Kaupþings sem nefnist eftirlitsnefnd.

Nefndin hefur það hlutverk að endurskoða ýmsar óvenjulegar lánveitingar til aðila sem tengdust bankanum ásamt því að sjá um samskipti skilanefndarinnar við embætti sérstaks saksóknara.

Jóhannes vildi ekki tjá sig um störf sín fyrir Kaupþing en sagði enga hagsmunaárekstra hindra störf sín sem verjanda Ívars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert