Verjandi situr í eftirlitsnefnd

Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta hjá Landsbankanum var úrskurðaður …
Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta hjá Landsbankanum var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. janúar. mbl.is/RAX

Jó­hann­es Rún­ar Jó­hanns­son, sem sit­ur í skila­nefnd Kaupþings og er verj­andi Ívars Guðjóns­son­ar, fyrr­ver­andi for­stöðumanns eig­in viðskipta hjá Lands­bank­an­um, sit­ur sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins í und­ir­nefnd skila­nefnd­ar Kaupþings sem nefn­ist eft­ir­lits­nefnd.

Nefnd­in hef­ur það hlut­verk að end­ur­skoða ýms­ar óvenju­leg­ar lán­veit­ing­ar til aðila sem tengd­ust bank­an­um ásamt því að sjá um sam­skipti skila­nefnd­ar­inn­ar við embætti sér­staks sak­sókn­ara.

Jó­hann­es vildi ekki tjá sig um störf sín fyr­ir Kaupþing en sagði enga hags­muna­árekstra hindra störf sín sem verj­anda Ívars.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert