Timor Zolotutskyi, prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, bað fyrir einingu á fjöllum og í sjó og blessaði af því tilefni sjóinn við Nauthólsvík í kvöld.
Athöfnin er hluti af sameiginlegri bænaviku Þjóðkirkjunnar, sem nú stendur yfir.
Meðal þess sem gerist í vikunni eru bænastundir hjá ýmsum trúfélögum, samkomur ungs fólks og kyrrðarstundir.