Orkan hefur lækkað verð á öllum eldsneytisstöðvum sínum í dag um 9 krónur. Þar að auki er Ofurdagur Orkunnar í dag, sem veitir Orkulyklahöfum 5 krónu afslátt í ofanálag. ÓB býður sömuleiðis þeim sem eru með ÓB-lykilinn eða ÓB-frelsi upp á 14 kr. afslátt.
Segir á vef ÓB að íslenska landsliðið í handbolta stjórni afslættinum, en þeir unnu 14 marka sigur á landsliði Japana á HM í Svíþjóð gær.
Þá veitir Atlantsolía dælulykilshöfum fimm krónu afslátt fram til miðnættis. Þar hefur verð á bensínlítranum einnig lækkað, en þar kostar bensínlítrinn nú um 203 kr. í sjálfsafgreiðslu. Verðið er það sama hjá Orkunni.
Algengasta verð á bensíni og dísilolíu hjá stóru olíufyrirtækjunum er nú um 213 kr. lítrinn.