Fleiri fylgjandi staðgöngumæðrun

Mikill meirihluti landsmanna er fylgjandi lögleiðingu svokallaðrar staðgöngumæðrunar hér á landi, samkvæmt könnun MMR. Sé litið til allra sem svöruðu eru tæplega 87% fylgjandi, en fylgið er ívið meira meðal kvenna. Níu af hverjum tíu konum er fylgjandi því að staðgöngumæðrun verði gerð lögleg.

Umræða um staðgöngumæðrun hefur verið fyrirferðarmikil undanfarið. Könnun MMR var gerð dagana 11. til 14. janúar og náði til 890 einstaklinga á aldrinum 18-67 ára.

Spurt var: „Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að staðgöngumæðrun verði gerð lögleg á Íslandi?“

Niðurstaða könnunarinnar var afdráttarlaus eins og áður segir, og sveiflur litlar eftir aldri og kyni.

MMR
MMR
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka