Jóhanna fundar með Cameron

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir Friðrik Tryggvason

Fyrir áramót bauð David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, þjóðarleiðtogum Norðurlandanna fimm og Eystrasaltslandanna þriggja til leiðtogafundar í janúar með það að markmiði að styrkja efnahagsleg- og félagsleg tengsl Breta við ríkin.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er nú á leið til Bretlands og mun sitja fundinn, sem er á morgun. Að sögn Hrannars B. Árnasonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, verður fréttatilkynning send út þegar að honum kemur. Aðspurður hvort þjóðarleiðtogarnir séu búnir að boða komu sína segist Hrannar ekki vita betur en að þeir hafi allir gert það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert