„Málin þurfa að skýrast fljótt“

Tómur vinnslusalur fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda á Flateyri.
Tómur vinnslusalur fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda á Flateyri. mbl.is/Halldór

„Flateyringar eru yfirleitt með langlundargeð en þessar fregnir ofan á fleiri uppsagnir og boðaðar lokanir eins og á elliheimilinu eru ekki til þess að bæta líðanina. Þetta er orðið ansi lýjandi,“ segir Guðmundur Björgvinsson, formaður Íbúasamtaka Önundarfjarðar aðspurður um andann á Flateyri í kjölfar frétta um lokun fiskvinnslu Eyrarodda.

Hann segist ekki efast um að mörgum líði illa í þessu ástandi sem nú ríkir á staðnum. Guðmundur segir það hafa verið áfall að heyra af gjaldþroti fiskvinnslunnar en bjartsýnin hafi farið þverrandi því lengur sem leið um að hægt yrði að tryggja áframhaldandi rekstur Eyrarodda. Fréttirnar hafi því ekki komið alveg á óvart.

Bæjarráð boðaði til skyndifundar með íbúasamtökunum skömmu eftir tíðindin og segir Guðmundur að bæjarráðsmenn hafi verið allir af vilja gerðir að finna lausn á vandanum. „Hér er þessi góða vinnsluaðstaða og við erum með þennan 300 tonna byggðakvóta svo vonandi opnar þetta ný tækifæri fyrir aðra vinnsluaðila. En tíminn er knappur og þetta þarf að skýrast fljótt svo menn nái að nýta sér þessi tækifæri. Það var ekki annað að heyra hjá bæjarráðsmönnum að þetta væri forgangsverkefni sem farið yrði í með stjórnvöldum. Það eru næstu skrefin.“ 

bb.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert