Mikið álag vegna pesta og hálkuslysa

Hvert rými hefur verið notað á Landspítalanum að undanförnu.
Hvert rými hefur verið notað á Landspítalanum að undanförnu. mbl.is/Ómar

Hvert tiltækt sjúkrarými og skúmaskot hefur verið nýtt á Landspítalanum að undanförnu vegna mikilla veikinda fólks.

Í síðustu viku lágu um 730 sjúklingar inni en venjulega hefur spítalinn yfir að ráða um 650 rúmum.

Árstíðabundnar umgangspestir hafa verið að herja á fólk; þrjár gerðir af inflúensu og noro-veiki. Biðstofa slysadeildarinnar í Fossvogi var full í allan gærdag vegna hálkuslysa og enn biðu margir á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir umönnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert