Flateyringar brugðu blysum á loft

Flateyringar kveiktu á neyðarblysum við höfnina í bænum í dag …
Flateyringar kveiktu á neyðarblysum við höfnina í bænum í dag til að vekja athygli á stöðu mála á staðnum. Páll Önundarson

Flat­eyr­ing­ar kveiktu á neyðarblys­um við höfn­ina í bæn­um í dag, en það var tákn­rænt ákall til yf­ir­valda um að þau ráðist sem fyrst að rót­um vand­ans sem hrjá­ir mörg þorp á lands­byggðinni í dag.

Þetta kem­ur fram í frétt á vef Bæj­ar­ins besta, bb.is, í dag. Þar er haft eft­ir for­manni Íbúa­sam­taka Önund­ar­fjarðar, Guðmundi Björg­vins­syni, að all­ar þær lok­an­ir sem boðaðar hafa verið að und­an­förnu séu Flat­eyr­ing­um mikið reiðarslag.

Skömmu eft­ir að tíðind­in af gjaldþroti Eyr­arodda bár­ust, boðaði bæj­ar­ráð til skyndi­fund­ar með íbúa­sam­tök­un­um. Guðmund­ur seg­ir að bæj­ar­ráðsmenn hafi verið all­ir af vilja gerðir að finna lausn á vand­an­um. „Hér er þessi góða vinnsluaðstaða og við erum með þenn­an 300 tonna byggðakvóta svo von­andi opn­ar þetta ný tæki­færi fyr­ir aðra vinnsluaðila,“ sagði Guðmund­ur í sam­tali við bb.is  „Þetta snýst allt um þenn­an frumrétt að fá að sækja fisk í sjó­inn. Við erum með þetta öfl­uga hús til að vinna hann og nú kem­ur í ljós hvernig fjár­mála­stof­an­ir bregðast við en þær virðast vera til­bún­ar að af­skrifa ansi mikið fyr­ir suma og aðra ekki.“

Frétt Bæj­ar­ins besta

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert