Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir nokkrar leiðir færar til að snúa sölunni á HS Orku til Magma Energy við. Vilji ríkisstjórnarinnar sé skýr og nú sé unnið að því að finna bestu leiðina.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist á Alþingi í gær ekki útiloka að til eignarnáms kæmi vega sölunnar á HS Orku en síðasta sumar taldi hún þó ólíklegt að hægt yrði að snúa sölunni við.