Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, situr nú fjórða framtíðarorkuþing heimsins í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Átti hann meðal annars fund með Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í morgun.
Fram kemur á vef upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, að Ban hafi í ávarpi á þinginu sagt, að heimsbyltingar sé þörf til að rafvæða þróunarlöndin en 1,6 milljarður manna býr við rafmagnsleysi.
„Við þurfum á heimsbyltingu hreinnar orku að halda, byltingu sem hefur í för með sér aðgang allra að orku á viðráðanlegu verði,” sagði Ban. „„Þetta er mikilvægt til að draga úr hættunni af loftslagsbreytingum, til að minnka fátækt og bæta heilbrigði, auka áhrif kvenna, ná þúsaldarmarkmiðunum, efla hagvöxt á heimsvísu og frið og öryggi."