RES Orkuskólinn á Akureyri hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Nemendur skólans, sem eru rúmlega fjörutíu munu útskrifast á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands, sem bera faglega ábyrgð á náminu.
RES er alþjóðlegur háskóli á sviði endurnýjanlegra orkugjafa, hann var stofnaður árið 2006 á Akureyri og á vefsíðu skólans segir að starfsemi skólans byggi á forystu Íslendinga á sviði orkumála og víðtæku samstarfsneti bæði innlendra- og erlendra rannsóknar- og háskólastofnanna.
Félagið Orkuvörður ehf. stendur að baki skólanum. Reksturinn hefur
gengið illa undanfarin ár og aðgerðir verið reyndar til að bjarga
rekstrinum.
Nemendur skólans eru flestir erlendir.
Í kvöldfréttum RÚV kom fram að ekki væri vitað hvað gjaldþrotið væri stórt.