Sératkvæði vegna gæsluvarðhalds yfir Sigurjóni

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Jón Steinar Gunnlaugsson, sem var einn af þremur hæstaréttardómurum sem fjölluðu um gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, skilaði sératkvæði, samkvæmt upplýsingum sem Sigurður G. Guðjónsson hrl., verjandi Sigurjóns hefur fengið. 

Sigurður segir að ekki sé búið að búa úrskurðinn til prentunar og hann hafi því ekki fengið hann afhentan. Því er ekki ljóst í hverju sératkvæðið er frábrugðið niðurstöðu hinna dómaranna tveggja, þeirra Markúsar Sigurbjörnssonar og Árna Kolbeinssonar. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í dag.  Sigurjón verður, að óbreyttu, í haldi til 25. janúar næstkomandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert