Besti flokkurinn segir að það standi ekki til að Reykjavíkurborg leggi peninga í verkefni tengd ísbjarnargryfju, heldur verði stofnuð sérstök samtök sem hyggist standa fyrir söfnunni.
Söfnunin muni fara fram á heimasíðu sem verði opnuð innan tíðar og muni söfnunarféð alfarið renna í verkefnið.
„Það stendur ekki til að kaupa ísbjörn, heldur að hér sé til staðar útbúnaður til þess að taka á móti ísbirnum sem koma hingað á ísjökum í stað þess að skjóta þá, enda eru ísbirnir í útrýmingarhættu. Ef einhver hefur haldið öðru fram, þá er það misskilningi byggt,“ segir í tilkynningu frá Besta flokknum.