Annar dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn níu einstaklingum sem m.a. eru ákærðir fyrir árás á Alþingi 8. desember 2008 er hafinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hófst dagurinn á skýrslutöku yfir lögreglumönnum sem kallaðir voru til Alþingishússins umræddan dag.
Síðar í dag verða þeir kallaðir til vitnis Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Einar K. Guðfinnsson, þingmann Sjálfstæðisflokks.