Boða til mótmæla við Héraðsdóm

Frá réttarhöldunum yfir níumenningunum.
Frá réttarhöldunum yfir níumenningunum. mbl.is/Árni Sæberg

Á samskiptavefnum Facebook er nú boðað til mótmæla við Héraðsdóm Reykjavíkur á morgun, á þriðja og síðasta degi aðalmeðferðar gegn níumenningum svonefndu. Fólk er hvatt til að koma með potta, pönnur „eða önnur hljóðfæri“.

Í tilkynningu á Facebook segir að ætlunin sé að sýna níumenningunum  samstöðu fyrir utan eða inni í Héraðsdómi á morgun, fimmtudag, kl 11:00 og fram eftir degi. Á morgun er síðasti dagur aðalmálsmeðferðar í máli nímenninganna.

„Fólk er hvatt til að koma með potta og pönnur eða önnur hljóðfæri til að skapa hávaða því eflaust verða fleiri á staðnum en komast að í dómsal. Þeir sem verða fyrir utan Héraðsdóm geta látið stuðning sinn hljóma inn í dómsal,“ segir á síðunni.

Stuðningsmenn níumenninganna eru með síðu á netinu þar sem þeir skrifa um réttarhöldin og fleira.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert