Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi á Alþingi í dag Þráinn Bertelsson, þingmann Vinstri grænna, fyrir færslu á Facebook í gær.
Þráinn skrifar á Facebook-síðu sína, að þingfréttir fjölmiðla séu svo til eingöngu sóttir í dagskrárliðina „Störf þingsins" eða „Óundirbúnar fyrirspurnir" sem hvor um sig séu hálftímaupphitun áður en raunveruleg þingstörf hefjast.
„Þess vegna halda margir að þingstörf séu hálftími á dag, undir dagskrárlið sem gæti heitið "Hálfvitar rífast"," skrifar Þráinn.