Skelfilegt að fylgjast með réttarhöldum

Þór Saari.
Þór Saari.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í dag að það væri skelfilegt að fylgast með réttarhöldunum yfir níumenningunum svonefndu og ákærur gegn fólkinu væru ótrúarlegar þar sem krafist væri allt að ævilöngu fangelsi.

Sagði Þór, að formenn þingflokka og forseti Alþingis ættu að reyna að koma sér saman um yfirlýsingu þar sem lýst sé vanþóknun þingsins á réttarhöldunum. 

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði forseta Alþingis, í tilefni af réttarhöldunum, hvaða reglur giltu um upptökur úr öryggismyndavélum á Alþingi og hvaða reglur giltu um svokölluð árásarboð, sem send voru til lögreglu. 

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði forseta Alþingis hvort hún hefði gert athugasemdir við það að í Kastljósi Sjónvarpsins sungu söngkona og dætur hennar söng til stuðnings níumenningunum. 

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, svaraði ekki þessum fyrirspurnum. 

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að Alþingi væri ekki ákærandi heldur ríkissaksóknari. Þingmenn ættu ekki að falla í þá freistni að skipta sér af dómsmálum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert