Skýrslutökum lokið í máli nímenninganna

Í héraðsdómi í dag.
Í héraðsdómi í dag. mbl.is/Ómar

Skýrslu­tök­um í máli ákæru­valds­ins gegn níu ein­stak­ling­um sem m.a. eru ákærðir fyr­ir árás á Alþingi 8. des­em­ber 2008 lauk á öðrum tím­an­um í dag. Munn­leg­ur mál­flutn­ing­ur er þó enn eft­ir og hefst í fyrra­málið.

Eft­ir há­degið var tek­in skýrsla af tveim­ur vitn­um verj­enda sem voru stadd­ir í Alþing­is­hús­inu um­rædd­an dag. Báru bæði vitni um að mót­mæl­end­urn­ir þrjá­tíu hefðu verið til friðs en lög­regla farið full harka­lega í aðgerðir sín­ar. Ann­ar þeirra vildi raun­ar játa á sig sak­ir fyr­ir veru sína í Alþing­is­hús­inu en dóm­ari tók ekki við játn­ing­unni og bað vitnið vin­sam­leg­ast um að gefa sig fram við ákæru­valdið. Tók vitnið engu að síður sæti hjá sak­born­ing­um í kjöl­farið.

Einnig var spiluð önn­ur upp­taka úr ör­ygg­is­mynda­vél Alþing­is sem sýn­ir þegar mót­mæl­end­ur fara í hóp að Alþing­is­hús­inu, sum­ir hverj­ir með klút fyr­ir and­liti. Mynd­bandið gaf þó hvorki ákæru­vald­inu né verj­end­um ástæðu til að spyrja spurn­inga eða gera at­huga­semd­ir.

Mál­flutn­ing­ur í fyrra­málið hefst á ræðu setts sak­sókn­ara, Láru V. Júlí­us­dótt­ur. Í kjöl­farið tek­ur við Ragn­ar Aðal­steins­son, verj­andi fjög­urra sak­born­inga og loks aðrir verj­end­ur. Gert er ráð fyr­ir að aðalmeðferð ljúki á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert