Tveir af þremur gætu sameinast

mbl.is

Gunn­ar Þ. And­er­sen, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, seg­ir að sam­eina mætti tvo af þrem­ur stóru bönk­un­um á Íslandi. Í viðtali við Wall Street Journal seg­ir Gunn­ar að of mikið sé af bönk­um hér á landi.

Í viðtal­inu er minnt á að all­ir stóru bank­arn­ir hér á landi, Lands­bank­inn, Glitn­ir og Kaupþing hafi orðið greiðsluþrota árið 2008 og í kjöl­farið yf­ir­tekn­ir af rík­inu. Upp risu „nýir“ bank­ar, að hluta und­ir nýj­um nöfn­um, sem byggðu á inn­lendri starf­semi en þeir gömlu voru látn­ir sigla lönd og leið ásamt er­lendri starf­semi bank­anna. Gunn­ar seg­ir í viðtal­inu að sam­eina mætti tvo af þrem­ur bönk­um. „Hér er of mikið af bönk­um og svo hef­ur verið í dágóðan tíma,“ er haft eft­ir Gunn­ari.

Sam­ein­ing myndi styrkja banka­kerfið, að mati Gunn­ars. Nú sé aðal­atriðið að minnka hlut­fall þeirra lána sem ekki er greitt af úr 40-50% í 1-3%. Þetta verk­efni geti tekið 2-3 ár. 

Tveir af nýju bönk­un­um er að mestu í eigu kröfu­hafa, þ.e. Íslands­banki og Ari­on banki. Lands­bank­inn er á hinn bóg­inn að mestu í eigu rík­is­ins. 

Fram kem­ur að 87% af hluta­fé í Ari­on er í eigu kröfu­hafa en 13% í eigu rík­is­ins. Gunn­ar seg­ir að eft­ir­launa­sjóðir, fjár­fest­ar og þýski Land­esbank­inn séu helstu kröfu­haf­ar bank­ans. 

Eins og gef­ur að skilja hrundi traust til ís­lenskra banka í banka­hrun­inu 2008. Gunn­ar seg­ir að FME muni fram­veg­is taka láns­hæf­is­mati er­lendra mats­fyr­ir­tækja með fyr­ir­vara. FME muni sjálft kanna stöðu bank­anna. Upp­fylli bank­arn­ir öll skil­yrði seg­ist Gunn­ar ekki setja sig upp á móti því ef bank­arn­ir myndu reyna að hefja starf­semi á ný utan land­stein­anna. 

Gunn­ar seg­ir í viðtal­inu að það myndi styrkja stöðu bank­anna ef Ísland tæki upp evru. Tekj­ur af gjald­eyrisviðskipt­um myndu minnka en á móti kæmi að áhætta í banka­kerf­inu myndi minnka. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert