Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, fór með ljóð eftir Pál J. Árdal í umræðum um skýrslu forseta Alþingis vegna tölvu, sem fannst í auðu skrifstofuherbergi í húsnæði Alþingis fyrir tæpu ári.
Birgitta sagðist telja að það væri við hæfi að fara með ljóðið „Ráðið í ljósi þeirra aðdróttana, sem hún, þingmenn Hreyfingarinnar og WikiLeaks hefðu orðið fyrir í þingsal í morgun.
Ljóðið hefst svona:
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann
þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann.
En láttu það svona í veðrinu vaka,
þú vitir að hann hafi unnið til saka.En biðji þig einhver að sanna þá sök,
þá segðu að til séu nægileg rök.
En að náungans bresti þú helst viljir hylja,
það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.