Borgin styrkir súpufundi

Margrét Sverrisdóttir (t.v.) og Dagur B. Eggertsson
Margrét Sverrisdóttir (t.v.) og Dagur B. Eggertsson mbl.is/Ómar

Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar úthlutaði Kvenréttindafélagi Íslands einnar milljónar króna styrk til að halda mánaðarlega súpufundi, samkvæmt fundargerð ráðsins frá 11. janúar sl.

Margrét K. Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, er einnig formaður Kvenréttindafélags Íslands (KRFÍ). Mannréttindaráð úthlutaði fimm styrkjum á fundinum samtals fjórum milljónum kr.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag er Margrét spurð hvort henni þyki  eðlilegt, á tímum niðurskurðar og gjaldahækkana í Reykjavíkurborg, að verja skattfé í að borga fyrir súpu handa fólki í félagasamtökum.

„Já, þetta eru fræðslufundir fyrir konur á öllum aldri. Þetta er mjög ódýr máltíð. Við höfum eldað þetta sjálf og fundirnir hafa verið vel sóttir. Ég sé ekkert að því,“ sagði Margrét.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert