Enn eitt loforðið svikið

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins segir, að með staðfestingu meirihluta borgarráðs í morgun um þjónustuskerðingu og gjaldskrárhækkun hjá Strætó sé meirihlitinn sé gengið algjörlega gegn meirihlutanum í umhverfis- og samgönguráði. 

„Í umræðum um málefni Strætó í borgarstjórn sl. þriðjudag axlaði enginn borgarfulltrúi meirihlutans ábyrgð á þeirri ákvörðun að ganga til þjónustuskerðingar og gjaldskrárhækkana hjá Strætó. Í þeim umræðum lýsti borgarstjóri því hins vegar yfir að endurskoða skyldi ákvörðunina í ljósi þess að hún virtist hafa verið tekin án formlegrar aðkomu Reykjavíkur. Nú hefur þeirri afstöðu algjörlega verið snúið við með yfirlýsingum um að meirihlutinn hafi í raun tekið þessa ákvörðun, þrátt fyrir að það liggi ekki fyrir hvar hún hafi verið tekin. Þetta er með hreinum ólíkindum og vekur upp spurningar um hver og hvað ráði raunverulega för hjá núverandi meirihluta," segir í bókun sjálfstæðismanna í borgarráði.

Sjálfstæðisflokkurinn segir, að  allt umhverfis- og samgönguráð, sem í sitji 3 fulltrúar meirihlutans, hafi bókað gegn þessari skerðingu, talið hana til koma án vitundar þeirra og krafðist þess að hún yrði tekin til baka.

„Það er ljóst að með þessari ákvörðun svíkur meirihlutinn enn eitt loforðið við kjósendur, fer gegn augljósum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og staðfestir að ákvarðanir um svo mikilvæg mál eru tekin án þess að nokkur kannist við þær, hvað þá að nokkur tryggi að þær séu teknar með hliðsjón af hagsmunum Reykjavíkur,“ segir í bókuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert