Fjárfestar hafa ekkert að óttast

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Kristinn Ingvarsson

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að erlendir fjárfestar hafi ekkert að óttast hvað fjárfestingu hér á landi varðar. Hann segir það storm í vatnsglasi að Magma-málið fæli fjárfesta frá, stefna ríkisstjórnarinnar sé skýr.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum sínum af því í óundirbúninm fyrirspurnartíma að lítill árangur hefði orðið af vinnu tengdri erlendri fjárfestingu á landinu. Þeir sem til þekki séu einkum á því að þar sé framferði stjórnvalda um að kenna.

Þessu hafnaði Steingrímur.

Hann sagði „skýra stefna í orku og auðlindamálum“ ekkert hafa með það að gera erlend fjárfesting sé ekki velkomin í landið. Bagalegt sé að upp komi deilumál líkt og gerðist í tilfelli Magma. Stefna ríkisstjórnarinnar sé hins vegar skýr. „Erlendir fjárfestar þurfa ekkert að óttast. Ég held að það sé algjör stormur í vatnsglasi að Magma málið fæli erlenda fjárfesta frá,“ sagði Steingrímur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert